Ármúli 40

Um okkur

Mynd eftir: Antoníu LárusdótturVon vefverslun var stofnuð árið 2017 af tveimur vinkonum, Olgu Helenu Ólafsdóttur og Eyrúnu Önnu Tryggvadóttur. Með fyrstu vöru okkar bókinni Minningar, var markmiðið að koma með á markað fallega bók sem væri meira í takt við tímann en þær íslensku bækur sem í boði voru.  Hugmyndin kom þegar við vorum báðar óléttar í verslunarleiðangri að leita af fallegri bók fyrir strákana okkar til að skrá niður ýmsar minningar. Eftir að hafa skoðað úrvalið fannst okkur vanta bók sem væri meira í áttina að því sem við höfðum hugsað okkur. Því ákváðum við að hanna fallega dagbók sem varðveitir allar yndislegu minningarnar frá fyrsta ári barnsins. Við tók langur en skemmtilegur tími sem fór í hönnun og hugmyndavinnu. Við hönnun á bókinni skoðuðum við margar bækur á bæði íslensku og ensku ásamt því að spurja bæði foreldra og verðandi foreldra hvað þeim þótti mikilvægt að kæmi fram. Í kjölfarið fengum við fyrirspurnir frá foreldrum sem höfðu einnig áhuga að fá svona bók. Það gaf okkur aukið sjálfstraust hve mikill áhuginn var á bókinni og ákváðum við því að láta slag standa og hanna okkar eigin bók. 
Myndir eftir Antoníu Lárusdóttur